Hættum að éta upp hvert eftir öðru og leitum sannleikans

Ræða Davíðs er í raun það fyrsta sem lýkur upp í hreinskilni hvernig staða bankakerfisins var áður en þeir féllu. Það er greinilegt að bloggarar hafa fæstir lesið allar 13 blaðsíður ræðu hans (http://www.sedlabanki.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=6595).

Ef allt er satt og rétt hjá Davíð þá verður krafa Samfylkinginarinnar um að hann sem Seðlabankastjóri víki grunsamleg. Davíð segir að það verði að fara að upplýsa þá sem borga brúsann hvernig bankatopparnir höguðu sér.

Frásögnin um þúsund milljarða skuldarann er líka afar upplýsandi.Ég vona að fólkið átti sig á orðum Davíðs og hvað hann er að bera fram áður en krafa Samfylkingarinnar verði ofan á.

Hættum að éta upp hvert eftir öðru og leitum sannleikans.


mbl.is Skuldar þúsund milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Smjerjarmur

Ræðan er mjög góð.  Menn ættu að lesa hana.

Smjerjarmur, 19.11.2008 kl. 00:23

2 identicon

Ræðan gefur örugglega nokkuð raunsanna mynd á hvað var í gangi í öllu þessu bulli hjá útrásarsjúklingunum og stöðu Seðlabankans í þeirri vitleysu.  Þótt að ekki nema helmingur upplýsinga Davíðs reynast réttar, þá er það örugglega meira en nóg til að sýna og sanna hvað gerðist og hjá hverjum ábyrgðin lyggur.  Þá verður að stoppa strax vegna þess að þeir eru í fullu starfi að eyða slóðinni í bönkum landsmanna.

Það er svo sannarlega athyglisvert þegar einhver sem Baugslygaveitan hefur hraunað yfir, tekur sig til og svarar fyrir sig og sína.

 Núna fara menn af hjörunum og þykjast ætla að hengja Davíð vegna þess að hann gerði ekkert til að stoppa bankaglæpaverkin starx í febrúar þegar hann aðvaraði stjórnvöld.

 1.  Það hlýtur að hafa verið í verkahringi stjórnvalda að gera slíkt, vegna þess að Seðlabankinn hefur ekkert annað vopn til að stoppa glæpinn nema að tilkynna sínum yfirboðurum um ástandið og þeirra skoðun á málum.

2.  Ef að Davíð hefði þá gert eitthvað sem andstæðingar vilja hengja hann fyrir að hafað ekki gert, td. að skýra almenningi frá svínaríinu, þá hefði bankasvikamyllan hrunið um leið og honum verið kennt um allar ófarirnar eins og þessi smámenni gera núna. 

Solla og có hafað ætlað að reyna að leysa mál eiganda Sanmfylkingunnar sýnist manni miðað við gang mála þessa stundina.

 Fólk er eitthvað svo barnalega fyrirsjánlegt þegar hatrið tekur völdin eins og þegar náhirð dæmds glæpamannsins Jóns Ásgeirs er annarsvegar gagnvart Davíð.

joð (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 00:39

3 Smámynd: Jónas Jónasson

Af hverju óttast Baugsfylkingin Davíð?

Jónas Jónasson, 19.11.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Axel Árnason

Höfundur

Axel Árnason
Axel Árnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband